Nú er nýtt ár gengið í garð og iðkenndur farnir að hreyfa sig aftur. Upplýsingar um æfingagjöld og fleira má sjá hér fyrir neðan í áramótapistlinum.
Þá er enn eitt sumarið að baki, haust komið á ný og öll íþróttastarfsemi að hefjast. Eins og flestum finnst þá líður sumartíminn alltaf hratt en vonandi hafið þið þó notið þess í veðurblíðunni hér sunnanlands. Íþróttastarf UMFK verður áfram með svipuðu sniði og síðastliðinn vetur, en athugið þó nokkuð breytta æfingatíma! Knattspyrna, badminton, fimleikar, […]
Æfum á þriðjudagskvöldum klukkan 20:00 í íþróttahúsinu eða á battavellinum, eftir veðri! Brennó-lið UMFK! Erum við ekki mörg hér sem erum til í að rifja upp gamla góða brennó og mynda brennó-lið, sem væri jafnvel til í að taka þátt í brennó mótum? Hér þarf ekkert nema áhugann og mæta á æfingar til að ná […]
Æfingar verða á mánudögum og föstudögum kl.16:30-18:30. Æfingar hefjast föstudaginn 11.sept. Skemmtilegar, fjölbreyttar og krefjandi æfingar fyrir stelpur og ekki síst fyrir stráka sem oft eru uppistaðan í erfiðum atriðum! Þetta er æfingar þar sem reynir á samhæfingu og samvinnu í alls konar uppstillingum, stunts, og fleiri fimleika- og danstengdum æfingum með dúndrandi […]
Æfingar verða á mánudögum kl. 19:00-20:00 úti og á föstudögum 19:00-20:30 inni. Æfingar hefjast föstudaginn 11.spet. Erfiðar og fjölbreyttar þrekæfingar fyrir stráka og stelpur sem vilja koma sér í gott form. Hér reynir á þol, snerpu, styrk og samvinnu einstaklinga og hópa. Einstaklingskeppni og hópakeppni reglulega þar sem útnefndur verður Power-sport meistari í lok námskeiðs.
Æfingar verða á mánudögum og föstudögum kl. 14:30-15:30 fyrir yngri og fyrir eldri sömu daga kl. 15:15-16:30. Æfingar hefjast föstudaginn 11.sept. Æfingagjald fyrir fimleikana verður 10.000,- kr fram að jólum. Þjálfari í fimleikunum verður Maríanna Þórðardóttir, íþróttakennaranemi.
Æfingar í badminton verða á miðvikdögum kl 17.15-18.15 og fimmtudögum kl. 18.00-19.00. Þær hefjast miðvikudaginn 16.september. Við hvetjum alla krakka, ekki síst eldri krakka, sem áhuga hafa á þessari skemmtilegu íþrótt að skrá sig. Þjálfari verður Íris Ósk Kjartansdóttir íþróttakennari og badmintonkona. Æfingagjald fyrir badminton verður 10.000,-kr fram að jólum
Í dag, 19. september tekur 6.flokkur UMFK þátt í haustmóti í Eglishöll. Mæting kl. 17.00 stundvíslega. Fylgjumst með og styðjum okkar krakka! Við erum nú komin með öflugan hóp fótboltakrakka sem bæði fer stækkandi og verður betri og betri! Áætlanir um mót verða sett á heimasíðu UMFK.is Þjálfarar verða þeir Kristinn Guðmundsson, Þórður Marelsson og […]