Aðalfundur UMFK verður haldinn þriðjudaginn 30.mars kl. 20:00 í Klébergsskóla.
Fótboltapeyjarnir í 6. flokki eru iðnir við kolann.
Kastljósið var á klappstýrum UMFK á föstudaginn
Skaginn – Kjalarnes
Til fimleikakrakka í A-01!
Nokkrir krakkar tóku þátt í Gríslingamótinu á Akranesi og stóðu sig með prýði og voru að keppa á sínu fyrsta móti. Nýr þjálfari tekur við af Írisi Ósk 4. febrúar. Hann heitir Smári Ívarsson og hefur fylgst með síðustu æfingum. Þökkum við Írisi Ósk fyrir gott starf og óskum henni alls hins besta.
Föstudaginn 5. febrúar munum við heimsækja ÍA-menn og spila æfingaleik við þá upp á Akranesi. Mæting heima hjá Kidda kl 14:30. Af vef boltar.123.is
Fríir prufutímar í Powersport og Klappstýrur næstu tvær vikurnar fyrir nemendur í 6.,7.,8., 9., og 10.bekk! Endilega komið og kynnið ykkur skemmtilega íþrótt í góðum félagsskap!
Nú er nýtt ár gengið í garð og iðkenndur farnir að hreyfa sig aftur. Upplýsingar um æfingagjöld og fleira má sjá hér fyrir neðan í áramótapistlinum.
Þá er enn eitt sumarið að baki, haust komið á ný og öll íþróttastarfsemi að hefjast. Eins og flestum finnst þá líður sumartíminn alltaf hratt en vonandi hafið þið þó notið þess í veðurblíðunni hér sunnanlands. Íþróttastarf UMFK verður áfram með svipuðu sniði og síðastliðinn vetur, en athugið þó nokkuð breytta æfingatíma! Knattspyrna, badminton, fimleikar, […]