Æfingagjöld og skilmálar

Æfingagjöld haustið 2018

Verðskrá og skilmálar

Aðeins er innheimt eitt gjald fyrir hvert barn hjá Ungmennafélag Kjalnesinga og hægt að taka þátt í öllum þeim íþróttagreinum sem í boði eru fyrir þann aldurshóp. Æfingagjaldið er kr. 25.000 á önn, kr. 50.000 á ári, innheimt tvisvar á ári – fyrir haustönn og fyrir vorönn.

Æfingagjöldin verða innheimt í gegnum Rafræna Reykjavík og/eða heimabanka.

Athugið að eftirfarandi fellur ekki undir þetta:

  • Námskeið sem auglýst eru sérstaklega
  • Sumarnámskeið UMFK

Ferlið er þannig:

Foreldri eða forráðamaður skráir barnið hjá UMFK fyrir veturinn í allar þær greinar sem barnið hyggst stunda. Foreldri/forráðamaður greiðir gjaldið í gegnum heimabanka eða með frístundastyrk Reykjavíkurborgar, eigi síðar en 4 vikum eftir að æfingar hefjast.

Ef barnið hættir að iðka æfingar gilda sömu reglur og gilda í dag, barnið fær ekki endurgreitt og hefur aldrei verið hægt að endurgreiða hluta af frístundastyrk sem úthlutað hefur verið til baka til foreldra/forráðamanna. Ef iðkandi ætlar ekki að vera með eftir áramót þarf að afskrá hann með tilkynningu til [email protected] fyrir 10. janúar 2018.

Ef eitthvað er óskýrt getið þið haft samband við stjórn UMFK eða íþróttafulltrúa.

SKILMÁLAR

Forráðamaður ber ábyrgð á skráningu á heimasíðu félagsins www.umfk.is.

Forráðamaður ber ábyrgð á að allar upplýsingar séu rétt skráðar, þ.m.t netföng, símanúmer og heimilisföng. Nauðsynlegt er að skrá gild netföng og símanúmer hjá forráðamanni.

Greitt er með greiðsluseðlum sem birtast eingöngu í netbönkum eða frísstundakorti Reykjavíkurborgar. Einnig er hægt er að dreifa greiðslum innan hvers tímabils en þá þarf að hafa samband við gjaldkera UMFK.

Miðað er við að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils og eigi síðar en fjórum vikum eftir að iðkandi hefur æfingar. Sé barn ekki skráð en að mæta á æfingar, er UMFK heimilt að skrá iðkanda og gefa út greiðsluseðill fyrir æfingagjöldum samkvæmt verðskrá.

Þegar nýr iðkandi hefur æfingar má hann, mæta á æfingar í eina vikur, 2 til 4 æfingar eftir því hvað æfingar eru oft í viku, áður en farið er að innheimta æfingagjöld. . Ef hann hættir innan þess tíma þarf ekki að greiða æfingagjöld. Ef iðkandi æfir lengur en í tvær vikur skal greiða fyrir allt það tímabil sem hann hóf æfingar á. Ekki er veittur afsláttur frá gjöldum þó svo að iðkandi hefi æfingar innan tímabils.

Ef iðkandi hættir æfingum innan tímabils eru æfingagjöld ekki endurgreidd nema ef um alvarleg veikindi eða meiðsl er að ræða. Í slíkum tilfellum skal sækja um það skriflega til gjaldkera UMFK. Ekki fæst endurgreitt það sem greitt er með frístundakorti Reykjavíkurborgar.

Greiðsla æfingagjalds er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og keppni. Mikilvægt að hafa samband við gjaldkera félagsins ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Séu eldri æfingagjöld ógreidd er óheimilt að skrá iðkanda á nýtt tímabil nema vanskil séu uppgerð. Heimilt er útiloka iðkanda frá æfingum og keppni séu eldri æfingagjöld í vanskilum.

Hafi ekki verið gengið frá greiðslu æfingagjalda 15 dögum eftir að tímbil hefst eða ekki staðið við greiðslur samkvæmt skráningu má forráðamaður búast við gjaldið verði innheimt með tilheyrandi kostnaði, sbr. innheimtulög nr. 95/2008 og reglugerð nr. 37/2009. Tíu dögum eftir útsendingu innheimtuviðvörunar er krafan flutt til milliinnheimtu. Beri milliinnheimta ekki árangur má búast við að gjöldin verði send í löginnheimtu. Samhliða innheimtuaðgerðum er heimilt að útiloka iðkanda frá frekari æfingum og keppni.