Þá er enn eitt sumarið að baki, haust komið á ný og öll íþróttastarfsemi að hefjast. Eins og flestum finnst þá líður sumartíminn alltaf hratt en vonandi hafið þið þó notið þess í veðurblíðunni hér sunnanlands. Íþróttastarf UMFK verður áfram með svipuðu sniði og síðastliðinn vetur, en athugið þó nokkuð breytta æfingatíma! Knattspyrna, badminton, fimleikar, klappstýrur og powersport, og brennó hjá almenningsdeild.