Í dag föstudag verður boðið upp á knattspyrnu fyrir þá sem eru 16 ára og eldri kl 18:00, endilega takið vini og vandamenn með og hreyfum okkur aðeins. Frjáls leikur er Hreyfing. Einnig er boðið upp á Jui-Jitsu námskeið fyrir byrjendur þar sem þessi skemmtilega íþrótt er kynnt. Þjálfarinn verður Halldór Sveinsson frá Gracie Jui-Jitsu.
Þar sem UMFK fylgir almanakstöflu Klébergskóla, þá eru engar æfingar á morgun, fimmtudag vegna foreldrafunda í skólanum og það er engin kennsla. kv Kristján Íþróttafulltrúi
Núna er hreyfivikan hjá okkur komin á fullt. Fullt hús var þegar leikskólabörnin komu með ömmur og afa í dans og skemmtu sér allir rosalega vel. Í dag, þriðjudag er skokkað um Kjalarnes og körfubolti í salnum. Þessir viðburðir byrja báðir kl 18:00 Hvetjum sem flesta til að koma og hreyfa sig aðeins. kv Kristján […]
Dagskráliðurinn Gögnum um Kjalarnes fellur niður í dag vegna veðurs, aðrir viðburðir verða á sínum tíma kv Kristján Íþróttafulltrúi
Hreyfivika UMFÍ verður haldin í næstu viku hérna á Kjalarnesinu. Í þessari viku munum við fá ýmsa leiðbeinendur til að koma og vera okkur innan handar eins og danskennara, jui-jitsu þjálfara og einnig mun Fannar Karvel Íþróttafræðingur, og höfundur bókarinnar hreyfing og teygjur fyrir 60 ára og eldri halda fyrirlestur fyrir þann hóp. Endilega reynið […]
Björninn og UMFK Esja áttust við á Íslandsmóti karla í íshokkí í Egilshöllinni í kvöld og lauk leiknum með sigri Esju, 7:3. Með sigrinum lyfti Esja sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sex stig, einu meira stigi en Björninn.
Næsti leikur hjá Esju Íshokkídeild UMFK er næstkomandi föstudag. Við hvetjum alla til að mæta á svellinn og styðja okkar menn. Leikurinn hefst 19:45 í laugardalnum.
Prufutímar í Taekwondo verða haldnir í íþróttahúsinu þriðjudaginn 16 september kl 16:45 og fimmtudaginn 18 september kl 16:45 fyrir alla aldurshópa. Ef þátttaka verður mikil og áhuginn til staðar verður boðið upp á 6 vikna námskeið fyrir áhugasama. Nánari upplýsingar koma í lok vikunnar, þannig að fylgist vel með. Kveðja Kristján Íþróttafulltrúi
UMFK Esja tók á móti Skautafélagi Akureyrar í Skautahöllinni í Laugardal á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld. Leiknum lauk með sigri SA sem gerðu átta mörk gegn þremur mörkum UMFK Esju.