Esjumenn skelltu Birninum

Björn­inn og UMFK Esja átt­ust við á Íslands­móti karla í ís­hokkí í Eg­ils­höll­inni í kvöld og lauk leikn­um með sigri Esju, 7:3. Með sigr­in­um lyfti Esja sér upp í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með sex stig, einu meira stigi  en Björn­inn.