Fréttir frá íshokkídeild UMFK-Esja

Góðan daginn,

 

UMFK Esja langar að bjóða öllum iðkendum UMFK
og foreldrum þeirra á næsta heimaleik UMFK Esju sem fram fer næstkomandi
laugardag klukkan 18:45. UMFK ESJA er í öðru sæti í Íslandsmótinu og hefur mótið
aldrei verið jafn spennandi. UMFK ESJA hefur spilað 7 leiki, unnið þrjá en tapað
fjórum leikjum. Næsti leikur er á móti Skautafélaginu Birninum og er þetta mjög
mikilvægur leikur fyrir bæði lið. UMFK Esja og Björninn hafa mæst tvisvar í
vetur og hefur UMFK Esja unnið báða þessa leiki, Björninn er í fjórða sæti
aðeins einu stigi á eftir UMFK Esju.

 

Allir að mæta á Skautasvellið í Laugardal
laugardaginn 18.október klukkan 18:45.


Það mun liggja listi með nöfnum iðkenda þennan vetur í afgreiðslunni, þar getið þið nálgast miða á leikinn.

 

Áfram UMFK Esja.