Eftir að hafa reynt þetta hefur þetta því miður ekki gefist nógu vel, því hefur verið tekin ákvörðun um að innheimta gjöld fyrir hverja íþrótt sem er stunduð, fyrsta grein kostar 17.500 kr. ef valin er önnur grein leggjast 5.000 kr. ofan á 17.500 kr. og þriðja grein 2.500 kr. Tekur þessi gjaldskrá í gildi […]
Reynslan hefur sýnt okkur að afar fáir eru að mæta á æfingar og því eru ekki æfingar, þegar ekki er skóli. Kv. UMFK
Við hjá UMFK tökum virkan þátt í Hreyfiviku / MoveWeek í samstarfi við íþróttahúsið Klébergi og sundlaugina. Í dag mánudag var opinn Zumba tími í íþróttahúsinu, því miður var ekki margt um manninn þar, en við gefumst ekki upp því á morgun þriðjudag verður lopasokkafótbolti í íþróttahúsinu á milli klukkan 19 og 20. Við hvetjum […]
Námskeiðið samanstendur af lyftingum,þolþjálfun, eiginþyngdar æfingum og teygjum. Mælingar í boði fyrir þá sem vilja. 6vikna námskeið 2x í viku. Þriðjudaga og fimmtudaga 18:00 – 18:50 námskeið hefst þriðjudaginn 22.september Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið! Verð 10.000kr Skráning er hafin og stendur til 18.september Takmarkaður fjöldi þannig að fyrstur skráir fyrstur fær! Skráning á [email protected] Nafn, […]
Í dag var fyrsti tíminn í Íþróttaskólanum, sem ætlaður er fyrir börn 3-5 ára. Tíminn verður á mánudögum í vetur frá klukkan 16:45-17:30. Anna Lovísa nýji íþróttafulltrúinn okkar mun sjá um tímana og verða tímarnir í vetur þannig að foreldrar verða með börnum sínum í tímunum og virkir þátttakendur.
Íþróttafjör er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk á skólatíma, eftir skóla verður einnig í boði fyrir þennan aldurshóp, fótbolti og frjálsar. Fyrir 5. – 10. Bekk verður í boði fitness eins hefur verið undanfarin ár og boltafjör, þar sem boltaíþróttir verða í fyrirrúmi eins og körfubolti, fótbolti o.fl. Við hvetjum alla til þess […]
Anna Lovísa Þorláksdóttir hefur verið ráðin sem íþróttafulltrúi UMFK. Anna Lovísa er með BA í tómstunda- og félagsmálafræðum og mun hún hefja störf hjá félaginu í águst. Við bjóðum hana velkomna og óskum henni velfarnaðar í starfi.
Hinir árlegu UMFK – Leikar voru haldnir að vanda á Kjalarnesdögum. Keppnin var mikil og hörð, enda er metnaður Kjalnesinga mikill. Því miður lauk nokkurra ára sigurgöngu fjólublárra að sinni, en ansi mjótt var á munum. Að lokum voru það appelsínugulir sem báru sigur úr býtum þetta árið.
Á Kjalarnesdögum 2015 var í annað sinn haldið kassabílarallý. Það fór fram í blíðskaparveðri og voru margir frumlegir og fallegir bílar ræstir í tímatöku. Eftir mikla keppni og smávægileg óhöpp luku allir keppendur keppni á flottum tímum. Úrslit í tímatöku Team Scania: Guðni Þór / Sesar Óli (20) 31,94 Gula þruman: Viktor Ingi /Petra María […]
Víðavangshlaup UMFK fór fram í annað sinn 2015. Hlaupnir voru 4 km í fjölbreyttu landslagi Kjalarness, en auk þess voru í boði styttri hringur fyrir styttri fætur. Allir sem luku hlaupunum fengu þátttökuverðlaun; skvísu merkta UMFK og verðlaunapening. Þökkum öllum þátttökuna. Úrslit – 4 km Petra María Ingvaldsdóttir (f. 2001) – 21:33 Ingvaldur Jóhannsson 21:37 Guðni Þór Guðrúnarson (f. 2002) – 22:44 Björgvin […]