Hreyfi vika

Við hjá UMFK tökum virkan þátt í Hreyfiviku / MoveWeek í samstarfi við íþróttahúsið Klébergi og sundlaugina.

Í dag mánudag var opinn Zumba tími í íþróttahúsinu, því miður var ekki margt um manninn þar, en við gefumst ekki upp því á morgun þriðjudag verður lopasokkafótbolti í íþróttahúsinu á milli klukkan 19 og 20. Við hvetjum unga sem aldna að finna gömlu lopasokkana og skella sér í smá bolta á morgun!

Allir velkomnir og myndum smá stemmingu!!!

Síðan á miðvikudaginn verður sundlaugarpartý milli 17-18 og er frítt í sund þann daginn!