Íslandsmótið í íshokkí byrjar heldur betur forvitnilega en eftir tvær umferðir hafa öll lið unnið einn leik. Nýliðarnir í Esju unnu í kvöld 10:5-sigur á Birninum og SA hafði betur gegn SR á Akureyri, 5:3.
Góðan daginn Breytingar munu eiga sér stað á íþróttafjöri í næstu viku.
Vegna dræmar þátttöku í knattspyrnu 5-10 bekkjar og frjálsum 5-10 bekkjar þar sem 2-4 iðkendur eru skráðir, hef ég í samráði við stjórn UMFK breytt æfingartöflunni. Við munum taka út þessar tvær íþróttir og bæta inn í staðinn badmintoni . Einnig höfum við bætt við auka æfingu í knattspyrnu fyrir 1-4 bekk á fimmtudögum þar […]
Skautafélag Reykjavíkur og UMFK Esja áttust við í fyrsta leik Íslandsmótsins í íshokkí í kvöld en leikið var á skautasvellinu í Laugardal.
Í dag mun UMFK spila sinn fyrsta íshokkíleik fyrir hönd félagsins. Unnið hefur verið að þessu í liði í meira en eitt ár og það er loksins komið að fyrsta leik. Leikurinn er gegn Skautafélagi Reykjavíkur og er beðið með miklli eftirvæntingu beggja liða. UMFK mun tefla fram mjög sterku liði með reyndum mönnum innanborðs, […]
Mannabreytingar hafa átt sér stað hjá ungmennafélaginu. Halldór Lárusson íþróttafulltrúi heldur á vit nýrra ævintýra norðan heiða og óskum við honum velfarnaðar á nýjum slóðum. Við hans starfi tekur Kristján Sveinsson sem er útskrifaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og bjóðum við hann velkomin í hópinn.
Þá er vetrarstarfið að hefjast hjá UMFK en það fer á fullt mánudaginn 1. september. Stundartaflan fyrir veturinn er komin á hlekkinn hér til hliðar og opnað hefur verið fyrir skráningar á hlekknum skráning iðkanda. Hlökkum til að sjá sem flesta á æfingum í vetur, kveðja UMFK
Öllum börnum í 1.-4. bekk er boðið velkomið að vera með í íþróttafjöri fjóradaga vikunar, það þarf að skrá viðkomandi barn
Ungmennafélag Kjalnesinga óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling til starfa. Íþróttafulltrúi sér um skipulagningu og framkvæmd íþróttastarfs á Kjalarnesi.
Það er búið að vera mikið fjör á æfingunum í sumar og verður það vonandi áfram. En nú er komið að stuttu sumarfríi hjá UMFK. Halldór er farinn í frí og munu Aþena og Jörgen sjá um allar æfingar UMFK í næstu viku(14-17 júlí) eftir núverandi stundartöflu. Eftir það verður svo alveg frí hjá UMFK […]