Fréttir frá íshokkídeild UMFK

Í dag mun UMFK spila sinn fyrsta íshokkíleik fyrir hönd félagsins. Unnið hefur verið að þessu í liði í meira en eitt ár og það er loksins komið að fyrsta leik. Leikurinn er gegn Skautafélagi Reykjavíkur og er beðið með miklli eftirvæntingu beggja liða. UMFK mun tefla fram mjög sterku liði með reyndum mönnum innanborðs, þess má geta að UMFK hefur flesta landsliðsmenn á sínum snærum. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan 19:45. Áfram UMFK.

Hvet alla sveitunga nær og fjær að kíkja í Laugardalinn og sjá okkar menn spila

kveðja
Gunnnar Formaður íshokkídeildar UMFK