Í dag var haldin vorhátíð UMFK. Frábær hátíð og frábær mæting í fallegu veðri á Kjalarnesi. Svona á þetta að vera. Áfram UMFK
Golfklúbbur Brautarholts í samvinnu við Ungmennafélag Kjalarnes, verður með tvö viku golf námskeið fyrir börn á aldrinum 7 – 15 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Um er að ræða 5 daga námskeið dagana 18.-23. júní og 25.-30. júní frá kl. 9:00-12:00. Farið verður yfir grunnatriði golf íþróttarinnar og kennt verður […]
Minnum á Vorhátíð fyrir alla hópa UMFK! Fótbolta, körfubolta, borðtennis, fitness, sund, krílahópur og íþróttahópur ætla öll að hittast þarna saman og gera sér glaðan dag!
Í gær fóru strákarnir sem spila í körfubolta eldri í heimsókn og spiluðu við Varmlendinga. Strákarnir spiluðu vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, lokatölur urðu 45-27 fyrir Varmlendinga. Það er gaman að fara í heimsóknir til annarra liða og spila leiki. Þetta er fyrsti veturinn sem við bjóðum upp á körfubolta en ætlum að […]
Nú er komin dagskrá fyrir sumarfrístund Klébergsskóla og UMFK 2017 Smelltu hér til að skoða dagskrá sumarfrístundar Klébergsskóla og UMFK
Í sumarfrístundinni sem er samstarfsverkefni UMFK og Klébergsskóla er boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn fædd 2006 – 2010. Í hverri viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, skapandi starfi, útiveru og ferðum. Þá verður lögð áhersla á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Í ágúst […]
Þau 10 vikna námskeið sem eru í boði hjá UMFK á vorönn sem eru Fitness stelpur, leikskólahópur og fullorðinssundið klárast fimmtudaginn 9. mars. Verð fyrir 10 vikna námskeiðin er kr. 10.000 fyrir krakkana og kr. 15.000 fyrir fullorðinssundið. Möguleiki er að fitness stelpur breytist í æfingar fram á vor ef næg þátttaka næst og bætist […]
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) í heimsókn á Bessastaði í tilefni af Alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans sem er í dag, 5. desember. Degi sjálfboðaliðans var fagnað víða um heim í dag. Ásdís formaður UMFK fór fyrir hönd okkar Kjalnesinga á staðinn. Myndir með fréttinni. Sjón er sögu ríkari. Sjá frétt […]