Æfingatafla fyrir haustið 2018 og fram að áramótum er tilbúin og hægt að kynna sér hana hér fyrir neðan. Skráning fer einnig í gegnum heimasíðuna undir skráning iðkenda. æfingatafla 2018-2019
UMFK gaf þessa róðravél í ræktina í íþróttamiðstöðina Kléberg. Það er gott þegar allir aðilar geta unnið saman. Einnig gaf UMFK öllum 10. bekkingum útskriftargjöf árskort í rækt og sundlaugina hjá okkur. Líf og fjör og Áfram UMFK
Golfklúbbur Brautarholts býður íbúum á Kjalarnesi á kynningar golfnámskeið. Námskeiðið er þátttekendum að kostnaðarlausu. Námskeiðið er í þrjá daga frá kl. 17:30-19:00, mánudaginn 11. júní, þriðjudaginn 12. júní og fimmtudaginn 14. júní nk. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á [email protected]. Golfklúbbur Brautarholts
Í dag var haldin vorhátíð UMFK. Frábær hátíð og frábær mæting í fallegu veðri á Kjalarnesi. Svona á þetta að vera. Áfram UMFK
Golfklúbbur Brautarholts í samvinnu við Ungmennafélag Kjalarnes, verður með tvö viku golf námskeið fyrir börn á aldrinum 7 – 15 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Um er að ræða 5 daga námskeið dagana 18.-23. júní og 25.-30. júní frá kl. 9:00-12:00. Farið verður yfir grunnatriði golf íþróttarinnar og kennt verður […]
Minnum á Vorhátíð fyrir alla hópa UMFK! Fótbolta, körfubolta, borðtennis, fitness, sund, krílahópur og íþróttahópur ætla öll að hittast þarna saman og gera sér glaðan dag!
Í gær fóru strákarnir sem spila í körfubolta eldri í heimsókn og spiluðu við Varmlendinga. Strákarnir spiluðu vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, lokatölur urðu 45-27 fyrir Varmlendinga. Það er gaman að fara í heimsóknir til annarra liða og spila leiki. Þetta er fyrsti veturinn sem við bjóðum upp á körfubolta en ætlum að […]
Nú er komin dagskrá fyrir sumarfrístund Klébergsskóla og UMFK 2017 Smelltu hér til að skoða dagskrá sumarfrístundar Klébergsskóla og UMFK
Í sumarfrístundinni sem er samstarfsverkefni UMFK og Klébergsskóla er boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn fædd 2006 – 2010. Í hverri viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, skapandi starfi, útiveru og ferðum. Þá verður lögð áhersla á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Í ágúst […]