Í sumarfrístundinni sem er samstarfsverkefni UMFK og Klébergsskóla er boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn fædd 2006 – 2010. Í hverri viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, skapandi starfi, útiveru og ferðum. Þá verður lögð áhersla á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Í ágúst er tilvonandi 1. bekk börnum fædd 2011 boðið að taka þátt í sumarfrístundinni.
Skipulögð dagskrá er frá kl. 9:00 – 16:00 en boðið er upp á viðbótarvistun á milli 8:00 og 9:00 og/eða á milli 16:00 og 17:00. Greiða þarf aukalega fyrir viðbótarvistun.
Námskeiðin sem eru í boði:
- 8. – 9. júní (2 dagar)
- 12. – 16. júní (5 dagar)
- 19. – 23. júní (5 dagar)
- 26. – 30. júní (5 dagar)
- 3. – 7. júlí (5 dagar)
- 8. – 11. ágúst (4 dagar)
- 14. – 18. ágúst (5 dagar)
- 21. ágúst (1 dagur)
Skráning
Skráningu er lokið.
Gjaldskrá
Vinsamlegast athugið að ekki er í boði að vera hluta úr viku. Gjaldskráin er aðeins vegna þess að vikurnar eru mislangar.
- 5 dagar – 5.000 kr.
- 4 dagar – 4.000 kr.
- 2 dagar – 2.000 kr.
- 1 dagur – 1.000 kr.
Viðbótarstund (08:00-09:00 eða 16:00-17:00) 200 kr. á klukkustund.