Fréttir af námskeiðum

Þau 10 vikna námskeið sem eru í boði hjá UMFK á vorönn sem eru Fitness stelpur, leikskólahópur og fullorðinssundið klárast fimmtudaginn 9. mars.
Verð fyrir 10 vikna námskeiðin er kr. 10.000 fyrir krakkana og kr. 15.000 fyrir fullorðinssundið.  Möguleiki er að fitness stelpur breytist í æfingar fram á vor ef næg þátttaka næst og bætist þá við 7.500 kr gjald út veturinn. Ekki þarf að greiða fyrir námskeiðin ef þú ert skráður í eitthvað af tímunum okkar.