Category Archives: UMFK
Fyrsta félagsvist vetrarins verður sunnudaginn 2 september klukkan 19:00. Við hvetjum alla til þess að mæta og spila!
Æfingatafla fyrir haustið 2018 og fram að áramótum er tilbúin og hægt að kynna sér hana hér fyrir neðan. Skráning fer einnig í gegnum heimasíðuna undir skráning iðkenda. æfingatafla 2018-2019
UMFK gaf þessa róðravél í ræktina í íþróttamiðstöðina Kléberg. Það er gott þegar allir aðilar geta unnið saman. Einnig gaf UMFK öllum 10. bekkingum útskriftargjöf árskort í rækt og sundlaugina hjá okkur. Líf og fjör og Áfram UMFK
Golfklúbbur Brautarholts býður íbúum á Kjalarnesi á kynningar golfnámskeið. Námskeiðið er þátttekendum að kostnaðarlausu. Námskeiðið er í þrjá daga frá kl. 17:30-19:00, mánudaginn 11. júní, þriðjudaginn 12. júní og fimmtudaginn 14. júní nk. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á [email protected] Golfklúbbur Brautarholts
Í dag var haldin vorhátíð UMFK. Frábær hátíð og frábær mæting í fallegu veðri á Kjalarnesi. Svona á þetta að vera. Áfram UMFK
Golfklúbbur Brautarholts í samvinnu við Ungmennafélag Kjalarnes, verður með tvö viku golf námskeið fyrir börn á aldrinum 7 – 15 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Um er að ræða 5 daga námskeið dagana 18.-23. júní og 25.-30. júní frá kl. 9:00-12:00. Farið verður yfir grunnatriði golf íþróttarinnar og kennt verður […]