…….. alltaf í boltanum ………..

Drengirnir okkar í 5. flokk hafa ekki legið á liði sínu og verið á skotskónum undanfarið. Þeir tóku nokkra æfingaleiki 26. nóvember við Grindvíkinga og Skallagrímsmenn frá Borgarnesi.  Þá kepptu þeir á Jólamóti KRR 11. desember s.l.  og þeir stóðu sig feikna vel, eins og oft áður, gefa ekkert eftir og eru til alls vísir næsta sumar.

Á myndinni eru drengirnir glaðbeittir að vanda ásamt Kidda, þjálfaranum knáa.  Á seinni myndinni, frá því í ágúst í sumar, er hinn vaski hópur 4. flokks í knattspyrnu UMFK, ásamt þjálfara sínum Bernharð Antoniussen. Þau skráðu sig í sögubækur félagsins og tóku þátt í Íslandsmóti í fyrsta sinn.
4. fl 2010