Þjálfarar í vetur eru:
Fótbolti:
Patrekur Orri Guðjónsson – 21 árs leikmaður Aftureldingar, uppalinn Mosfellingur og hefur spilað með Aftureldingu upp alla yngri flokkana. Hefur UEFA B þjálfaragráðu frá KSÍ, fyrrverandi þjálfari 8. flokks Aftureldingar og núverandi þjálfari Álafoss í 5. deild karla.
Daníel Ingi Jónsson 21 árs leikmaður Hvíta Riddarans sem hefur spilað upp alla yngri flakka Aftureldingar. Fyrrverandi þjálfari 8. flokk Aftureldingar og er núverandi þjálfari Álafoss í 5. deildinni.
Sund
Sigurósk er 26 gamall sundmaður frá Ármanni. Í dag æfir hún sundknattleik sér til gamans hjá sama félagi, á milli þess að hoppa út í sjóinn og fara í lengri gönguferðir um hálendi Íslands. Hún er að ganga á þriðja ár sem þjálfari hjá Sunddeild Aftureldingar sem þjálfari yndislega krakka í bronshóp og er spennt að kynnast samfélaginu á kjalarnesi betur.