Uppskeruhópur – Fjáröflun

Um uppskeruhóp 2013

 

Uppskeruhópur er hópur iðkenda sem stunda íþróttir hjá UMFK í 5.-10. Bekk. Markmið hópsins er að hvetja börn á til að stunda íþróttir hjá UMFK sem og að auka áhuga þeirra á að stunda íþróttir hjá UMFK. Tilganurinn með uppskeruhópnum er að auka félagsstarf og samheldni iðkenda hjá UMFK. Ein af stærstu forvörnum sem við höfum eru íþróttir og er uppskeruhópurinn mjög góð forvörn fyrir börn og unglinga. Uppskeruhópurinn stefnir á að fara í æfingaferð helgina 10-12 maí norður í Skagafjörð þar sem þau munu hitta nýja þálfara á vegum UMSS og taka æfingar. Til þess að láta ferðina verða að veruleika þá eru iðkendur komnir af stað með fjáraflanir. Hópurinn mun vera með ýmiskonar fisk, rækjur, kleinur, WC-pappír, eldhúspappír og fleira til sölu. Einnig stefna þau í að safna áheitum þar sem þau munu vera á 8 klst æfingu.