Sumarfrí hjá UMFK

Það er búið að vera mikið fjör á æfingunum í sumar og verður það vonandi áfram. En nú er komið að stuttu sumarfríi hjá UMFK. Halldór er farinn í frí og munu Aþena og Jörgen sjá um allar æfingar UMFK í næstu viku(14-17 júlí) eftir núverandi stundartöflu. Eftir það verður svo alveg frí hjá UMFK í tvær vikur, frá 21. júlí til 5. ágúst, en þá byrjum við aftur af fullum krafti.

Hlökkum til að sjá ykkur hress í ágúst.

Kveðja stjórn UMFK