Lagabreytingar

Lagabreytingar

Stjórn leggur fram tillögur að nýjum liðum í lög félagsins fyrir aðalfund sem fram fer 26. febrúar 2015, kl. 20.00 í Fólkvangi.


Greinar hljóða svo:

17. gr ??

i. Stjórn Ungmennafélags Kjalnesinga er heimilt að stofna íþróttadeildir innan félagsins og skipa deildarstjórn sem stýrir deildinni.

ii. Deildarstjórn skal kosin á aðalfundi deildar og skipuð af fimm einstaklingum, formanni sem kosinn er til þriggja ára, varaformanni kosinn til tveggja ára og gjaldkera, ritara, og meðstjórnanda sem allir eru kosnir til eins árs.

 

18. gr ??

i. “Heimilt er að starfrækja meistaraflokka innan félagsins að uppfylltum skilyrðum laga þessara, en

einungis utan reksturs hefðbundins barna- og unglingastarfs (í samræmi við kröfur ÍSÍ um aðskilnað

þessara rekstrareininga). Rekstur meistaraflokka skal vera bókhalds- og félagslega sjálfstæður og með

sér kennitölu.

ii. Deildarstjórn getur ein óskað eftir því við stjórn félagsins að meistaraflokkar séu starfræktir í þeirri

íþróttagrein sem deildina varðar. Stjórn félagsins metur rekstrar- og félagslegan grundvöll fyrir slíkum

rekstri og veitir eða hafnar heimild til reksturs. Veiti stjórn félagsins leyfi til rekstursins skal hún skipa

stjórn meistaraflokks samkvæmt tilnefningu deildarstjórnar og ber stjórn meistaraflokks ábyrgð á

viðkomandi rekstri gagnvart stjórn félagsins. Stjórn félagsins hefur heimild til að setja reglur um

leikmannasamninga og hefur jafnframt eftirlit með framkvæmd þeirra.

iii.  Uppgjör vegna reksturs meistaraflokka skal kynnt sérstaklega á aðalfundi félagsins ár hvert en vera hluti af rekstrar- og efnahagsreikningi félagsins. Stjórn meistaraflokks skal leggja fram rekstrar- og tekjuáætlun fyrir hvert keppnistímabil fyrir sig til stjórnar félagsins til samþykktar og er hún bindandi fyrir stjórn meistaraflokksins. Stjórn meistaraflokks er óheimilt að skuldbinda félagið með nokkrum hætti nema með samþykki stjórnar félagsins.”