Fréttir frá UMFK

23.8.2021

 

Nú fer vetrarstarfið hjá okkur að hefjast. Æfingar byrja mánudaginn 30. ágúst.

 

Verið er að leggja lokahönd á æfingatöflu vetrarins. Í boði verður fótbolti, körfubolti og sund fyrir börn á grunnskólaaldri.

 

Verið er að setja upp nýtt kerfi fyrir skráningar sem verður líka tilbúið í vikunni, markmiðið með því er að bæta samskipti á milli þjálfara og foreldra, gera þau auðveldari og til að minnka flækjustigið.

Við erum spennt fyrir vetrinum, okkur hjá UMFK langar ávallt að gera betur í ár en í fyrra.

 

Við hvetjum foreldra/forráðamenn til að fylgjast með á heimasíðu og facebook síðu UMFK fyrir nánari fréttir.

 

Ef spurningar vakna ekki hika við að hafa samband á netfangið [email protected]