Æfingatafla vetrarins
Yfirþjálfari Alexander Aron sími 698-1626.
Skráning og gjöld í gegnum sportabler.
https://www.sportabler.com/shop/umfk
Ef einhver vandamál koma upp sendið þá tölvupóst á umfk@umfk
Þjálfarar.
Fótbolti.
Patrekur Orri Guðjónsson – 21 árs leikmaður Aftureldingar, uppalinn Mosfellingur og hefur spilað með Aftureldingu upp alla yngri flokkana. Hefur UEFA B þjálfaragráðu frá KSÍ, fyrrverandi þjálfari 8. flokks Aftureldingar og núverandi þjálfari Álafoss í 5. deild karla.
Daníel Ingi Jónsson 21 árs leikmaður Hvíta Riddarans sem hefur spilað upp alla yngri flakka Aftureldingar. Fyrrverandi þjálfari 8. flokk Aftureldingar og er núverandi þjálfari Álafoss í 5. deildinni.
Sund
Sigurósk er 26 gamall sundmaður frá Ármanni. Í dag æfir hún sundknattleik sér til gamans hjá sama félagi, á milli þess að hoppa út í sjóinn og fara í lengri gönguferðir um hálendi Íslands. Hún er að ganga á þriðja ár sem þjálfari hjá Sunddeild Aftureldingar sem þjálfari yndislega krakka í bronshóp og er spennt að kynnast samfélaginu á kjalarnesi betur.
Styrkur strákar
Sævar Örn Ingólfsson. 30 ára vesturbæingur sem býr í kópavogi. Ég hef unnið sem styrktarþjálfari síðan árið 2018. Vann við þjálfun hjá Toppþjálfun frá árinu 2018- apríl 2023. Er núna styrktarþjálfari hjá Aftureldingu þar er ég að þjálfa alla yngri flokka frá 4 flokk til annars flokks í fótbolta og 4 og 3 flokk í handboltanum. Hef einnig verið styrktarþjálfari meistaraflokkana í nokkur ár var styrktarþjálfari karlaliðsins frá 2019-2022 og hef verið með stelpunum frá 2021. Var þjálfari í meistaraflokk kvk í handbolta hjá Stjörnunni 2020-2021. Kláraði Styrktarþjálfara nám frá Keili árið 2018. Er að vinna að BSc í styrktar og þolþjálfun í Setanta skólanum í Írlandi.
Fimleikar 1-7 bekkur stelpur og leikskólahópur
Sigríður Erna Björgvinsdóttir er 21 árs gömul og er uppalinn á Kjalarnesi og stundar nám við Háskóla Reykjavíkur í viðskiptafræði. Hún æfði fimleika í 16 ár og þar með æfði hún í meistaraflokk Fjölnis í þrjú seinustu árin sín í fimleikum. Sigríður hefur þjálfað fimleika hjá UMFK síðastliðin 6 ár. Katrín Einarsdóttir er 21 árs gömul og er uppalin í Grafarvogi og stundar nám við Háskóla Íslands í lífeindafræði. Hún æfði fimleika með Fjölni í 14 ár og er núna að æfa með meistaraflokk Gerplu. Katrín hefur þjálfað fimleika hjá UMFK síðastliðin 3 ár og einnig hefur hún þjálfað 5.flokk hjá Fjölni í fimleikum.
Styrkur stelpur
Sara Lind Stefánsdóttir 25 ára úr Mosfellsbæ, búsett á Kjalarnesi. Útskrifuð úr Háskólanum í Reykjavík með bsc gráðu í íþróttafræði. Hefur stundað handbolta til fjölda ára en er nú í pásu vegna barneigna. Stundakennari á afreksíþróttabraut Menntaskólans í Kópavogi ásamt því að þjálfa núna Styrk stelpur.
Körfubolti