Ungmennafélag Kjalnesinga auglýsir eftir Íþróttafulltrúa í 50-100% starf

Ungmennafélag Kjalnesinga óskar eftir að ráða íþróttafulltrúa sem sér um skipulagningu og framkvæmd íþróttastarfs á Kjalarnesi. Ráðið er í stöðuna frá og með 8. ágúst 2016.

Starfssvið

 • Skipulagning á íþróttastarfi félagsins
 • Stefnumótun og verkefnastjórnun
 • Forvarnarstarf
 • Samstarf við önnur félög
 • Samstarf við aðrar stofnanir á svæðinu
 • Þjálfun

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf á sviði íþrótta- og tómstundamála
 • Reynsla sem nýtist í starfi
 • Skipulagshæfileika
 • Frumkvæði
 • Þjónustulund
 • Samviskusemi
Umsóknir, ásamt ferilskrá sendist til [email protected] fyrir 2. ágúst 2016.