Íþróttafulltrúi
Benóný Harðarson hefur verið ráðinn Íþróttafulltrúi UMFK. Hann hefur þjálfað knattspyrnu og körfubolta hjá Grindavík, og körfubolta hjá Breiðabilk og KR. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.
Benóný hefur brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur íþróttahreyfingunni og hlakkar til að takast á við starfið og kynnast iðkendum og öðrum Kjalnesingum.
Við bjóðum Benóný velkominn til starfa.
Borðtennisþjálfari
Forgacs Balint Csanad hefur spilað borðtennis í 17 ár fyrir Rúmeníu, Ungverjaland og núna Ísland.
Fyrst í þrjú ár í Rúmeníu í fyrstu deild og svo þrjú ár í úrvalsdeildinni hjá þjálfaranum Fejer Konnerth Andras sem lenti nýverið í þriðja sæti öldunga á heimsmeistaramótinu í Portúgal. Næst spilaði hann í fimm ár í fyrstu deildinni í Ungverjalandi en hann hefur spilað með HK frá árinu 2014, fyrst í annari deild en náði liðinu upp í fyrstu deild og eru nú í þriðja sæti. Hann hefur líka reynslu af þjálfun.
Forgacs er að læra íslensku hjá Mími, hann talar ungversku og ensku líka.
Við bjóðum Forgacs velkominn í lið með okkur og hvetjum iðkendur til að skrá sig og læra tæknina af þessum reynslumikla þjálfara.
Sundþjálfari
Anna F. Gunnarsdóttir æfði sund í 12 ár og þar af var hún í landsliðinu í 10 ár. Var sundþjálfari hjá sundfélagi Ægi með yngri flokka og hefur kennt fullorðnum sund.
Við bjóðum Önnu velkomna til liðs við okkur og vonum að bæði börn og fullorðnir skrái sig á námskeið í vetur.