Sumarnámskeið UMFK fyrir 6-12 ára
Ungmennafélag Kjalnesinga ætlar að bjóða börnum á aldrinum 6-12 ára að sækja sumarnámskeið/gæslu hjá okkur í sumar, börn fædd 2000-2005.
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í hverri viku þar á meðal fjöruferðir, gönguferðir, lautaferðir, sund, fölskyldu- og húsdýragarðurinn, leiki bæði úti og inni og margt margt fleira.
Sumarnámskeið UMFK mun hafa aðsetur og aðstöðu sína í Kátakoti. Í boði verða 8. Vikur í sumar og þær eru eftirfarandi:
11.-15. júní
18.-22. júní
25.-29. júní
2.-6. Júlí
9.-13. júlí
16.-20. júlí
23.-27. júlí FRÍ
30. Júlí- 4. ágúst FRÍ
7.-10. ágúst
13.-17. ágúst
Boðið verður upp á að börn geti verið á námskeiðinu heilan dag eða hálfan dag og verða börn að taka með sér nesti.
08:00-17:00 (taka með sér 3 nesti)
08:00-12:00 (taka með sér 1 nesti)
13:00-17:00 (taka með sér 1 nesti)
Verð fyrir hverja viku: Heill dagur 3.000 kr, hálfur dagur 1.500 kr.
Skráning á námskeiðið fer fram á forsíðu www.umfk.is og skulu greiðslur berast til félagsins eigi síðar en kl 12 föstudaginn fyrir hvert námskeið. Senda skal staðfestingu um greiðslu á [email protected]
Kv Birgitta Maggý
Íþrótta- og tómstundarfulltrúi UMFK
S: 778-5500