Sumarfrístund Klébergsskóla og UMFK

Sumarfrístund er samstarfsverkefni UMFK og Klébergsskóla. Umsjónarmenn með starfinu eru Anna Lovísa Þorláksdóttir og Anna Kristín Jakobsdóttir. Anna Lovísa er íþróttafulltrúi UMFK og Anna Kristín er stuðningsfulltrúi í Klébergsskóla. Sumarfrístundin er fyrir börn í 1. – 5. bekk fædd 2006–2009. Væntanlegum 1. bekkingum (2010) verður boðið að taka þátt í ágúst.
Aðrir starfsmenn eru:
  • Ásta Jónína Ingvarsdóttir
  • Íris Fanney Sindradóttir
Í hverri viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, skapandi starfi, útiveru og ferðum. Þá verður lögð áhersla á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins.
Frístundastarfið er frá 9:00 – 16:00 en möguleiki er að kaupa viðbótarstund frá 8:00 – 9:00 og frá 16:00 – 17:00.
Námskeiðin sem eru í boði:
  • 8. – 10. júní (3 dagar)
  • 13. – 16. júní (4 dagar)
  • 20. – 24. júní (5 dagar)
  • 27. júní – 1. júlí (5 dagar)
  • 4. – 8. júlí (5 dagar)
  • 8. – 12. ágúst (5 dagar
  • 15. – 19. ágúst (5 dagar)

Skráning

Skráning frá 23. maí á netfangið [email protected] og [email protected].
Skráningu þarfa að vera lokið á hádegi á föstudegi fyrir komandi viku. Einnig þarf greiðsla að vera komin inn á föstudeginum.

Gjaldskrá

  • 5 dagar 5000 kr.
  • 4 dagar 4000 kr.
  • 3 dagar 3000 kr.
Viðbótarstund (08:00-09:00 eða 16:00-17:00) 200 kr. á klukkustund.
Lagt inn á reikning UMFK 0372-13-113012, kt. 700895-2979 og tilkynning send á netföngin