Sumarfrístund er samstarfsverkefni UMFK og Klébergsskóla. Umsjónarmenn með starfinu eru Anna Lovísa Þorláksdóttir og Anna Kristín Jakobsdóttir. Anna Lovísa er íþróttafulltrúi UMFK og Anna Kristín er stuðningsfulltrúi í Klébergsskóla. Sumarfrístundin er fyrir börn í 1. – 5. bekk fædd 2006–2009. Væntanlegum 1. bekkingum (2010) verður boðið að taka þátt í ágúst.
Aðrir starfsmenn eru:
- Ásta Jónína Ingvarsdóttir
- Íris Fanney Sindradóttir
Í hverri viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, skapandi starfi, útiveru og ferðum. Þá verður lögð áhersla á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins.
Frístundastarfið er frá 9:00 – 16:00 en möguleiki er að kaupa viðbótarstund frá 8:00 – 9:00 og frá 16:00 – 17:00.
Námskeiðin sem eru í boði:
- 8. – 10. júní (3 dagar)
- 13. – 16. júní (4 dagar)
- 20. – 24. júní (5 dagar)
- 27. júní – 1. júlí (5 dagar)
- 4. – 8. júlí (5 dagar)
- 8. – 12. ágúst (5 dagar
- 15. – 19. ágúst (5 dagar)
Skráning
Skráning frá 23. maí á netfangið [email protected] og [email protected].
Skráningu þarfa að vera lokið á hádegi á föstudegi fyrir komandi viku. Einnig þarf greiðsla að vera komin inn á föstudeginum.
Gjaldskrá
- 5 dagar 5000 kr.
- 4 dagar 4000 kr.
- 3 dagar 3000 kr.
Viðbótarstund (08:00-09:00 eða 16:00-17:00) 200 kr. á klukkustund.
Lagt inn á reikning UMFK 0372-13-113012, kt. 700895-2979 og tilkynning send á netföngin