Golfklúbbur Brautarholts í samvinnu við Ungmennafélag Kjalarnes, verður með tvö viku golf námskeið fyrir börn á aldrinum 7 – 15 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Um er að ræða 5 daga námskeið dagana 18.-23. júní og 25.-30. júní frá kl. 9:00-12:00. Farið verður yfir grunnatriði golf íþróttarinnar og kennt verður í leikjaformi. Krakkarnir verða að vera búnir með 1. bekk í grunnskóla. Mikið er lagt upp úr öryggisatriðum og siðareglum þannig að þau læri að umgangast golfvöllinn.
Krakkarnir þurfa að koma með nesti og vera klædd eftir veðri. Boðið verður upp á pizzur síðasta daginn.
Við útvegum kylfur ef krakkar eiga ekkki kylfur. Verð kr. 12.000. Skráning á [email protected] og [email protected]
Hvetjum alla til þess að skrá sig og taka þátt í þessu frábæra námskeiði!