Golf 

 
 

 

 
 
Góð þátttaka í golfkennslu síðastliðinn laugardag
Golkennsla fór fram á golfæfingasvæði UMFK síðastliðinn laugardag í blíðskapa veðri. Karl Ómar Karlsson golfkennari frá Akranesi fór yfir grunnatriði í golfi. Þátttakan var góð og vill UMFK benda fólki á að svæðið er opið fyrir alla Kjalnesinga og hvetur stjórn UMFK sem flesta til að nota það.

 
 
 
Fleiri myndir má sjá hér með því að smella á linkinn hér fyrir neðan
 
 
Golfkennsla fyrir Kjalnesinga

UMFK mun bjóða upp á golfkennslu laugardaginn 14. ágúst milli 10-12. Kennslan er fyrir alla Kjalnesinga og öllum að kostnaðarlausu.

 

Kennslan fer fram á golfæfingasvæði UMFK við Brautarholtsveg (sjá á korti hér fyrir neðan). Golfkennarinn er Karl Ómar Karlsson.

Fyrr í sumar fór fram sambærileg kennsla og mættu ungir og efnilegir kylfingar sem lærðu töluvert og skemmtu sér vel (sjá mynd hér fyrir neðan).
Við hvetjum sem flesta að mæta. Það verða eitthvað um lánskylfur og kúlur á staðnum.