Eftir að hafa reynt þetta hefur þetta því miður ekki gefist nógu vel, því hefur verið tekin ákvörðun um að innheimta gjöld fyrir hverja íþrótt sem er stunduð, fyrsta grein kostar 17.500 kr. ef valin er önnur grein leggjast 5.000 kr. ofan á 17.500 kr. og þriðja grein 2.500 kr. Tekur þessi gjaldskrá í gildi strax á nýju ári 2016
Æfingagjöldin verð innheimt í gegnum Rafræna Reykjavík og/eða heimabanka.
Þess má get að sumarnámskeið UMFK fellur ekki undir þetta.
Ferlið er þannig:
Foreldri forráðamaður skráir að barnið þeirra ætli að iðka íþróttir hjá UMFK fyrir hverja önn. Foreldri/forráðamaður greiðir gjaldið í gegnum heimabanka eða með frístundastyrk Reykjavíkurborgar, eigi síðar en 4 vikur eftir að æfingar hefjast.
Ef barnið hættir að iðka æfingar gilda sömu reglur og gilda í dag, barnið fær ekki endurgreitt og hefur aldrei verið hægt að endurgreiða hluta af frístundastyrk sem er úthlutaður til baka til foreldra/forráðamanna.
Ef eitthvað er óskýrt getið þið haft samband við stjórn UMFK eða íþróttafulltrúa